Flugvöllur verði byggður á Lönguskerjum

Það er nauðsynlegt að taka ákvörðun um að byggja annan Reykjavikur flugvöll á Lönguskerjum eins og Hrafn Gunnlaugsson. Það er nóg að hafa þar eina flugbraut austur vestur.

Það þarf að koma þessu í umræðuna sem fyrst. Það þarf samfara þessu að gera jarðgöng frá Álftanesi til  Vattnsmýrar,þa verðu aðgengi til spitalans mjög gott.


mbl.is Tengsl flugvallar við LSH verði ekki rofin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Best er að hafa Reykjavíkur flugvöll þar sem hann er, eða flytja hann eitthvað annað og Landspítalann og stjórnsýsluna með.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 14:51

2 identicon

Það er ekki sérstaklega fýsilegt að hafa flugvöll í særoki úti á lönguskerjum, það mætti frekar fylla þar upp fyrir byggð og leyfa flugvellinum að ver þar sem hann er nú í annan stað er nóg pláss fyrir byggð annarsstaðar á höfuðborgarsvæðinu.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 14:58

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Löngusker eru í landi Seltjarnaness og hvað ég best veit er ekki mikil gleði þar með hugmyndina um flugvöll á skerjunum, auk þess er lífríkið á Lönguskerjum eitthvað sem menn vilja helst ekki hrófla við.


Benedikt V. Warén, 24.11.2011 kl. 15:23

4 identicon

Flugvöllur á Lönguskejum yrði ónothæfur, stóran hluta vetrar vegan ísingar, ísing á flugbraut er eitt hið hættulegasta bæði í lendingu og flugtaki, þannig að flugöryggi færi marga áratugi aftur í tímann, nei takk.

Aftur á móti ætti að lengja austur vestur flugbrautina um ca. 1 km. út í Skerjafjörð, og væri þá hægt að hlífa miðbænum fyrir mestallri flugumferð.

Haldór Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 15:33

5 identicon

Og hvað helduru að það kosti að færa flugvöll út á sker og byggja þar allt undir hann? Hefur þér fundist við eiga einhverja peninga í slíkt mannvirki, fyrir utan að það væri jafn vitlaust að gera það og var að byggja Sandeyjahöfnina af ýmsum ástæðum, og eins jafn vitlaust og að eyða milljörðum í aðlögunarferli landsins að ESB sem allir vita að enginn vill fara í, nema Samfylkingin og Vinstri Grænir sem munu þurrkast út í næstu kosningum. Nei það væri nær að nýta peningana í eitthvað annað aðeins þarfara einsog ástandið í þjóðfélaginu er í dag.

Nei mín skoðun er sú að flugvöllurinn á að vera þar sem hann er sem næst LSH. Ein austur/vestur braut er heldur ekki nóg með okkar veðurskilyrði sérstaklega á veturna. Hins vegar er hugmyndin um að lengja hana út í Skerjafjörð með þeim betri sem maður hefur séð lengi, til að hlífa miðbænum þegar það er hægt.

Gunnar (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 16:28

6 identicon

Ríkjandi vindátt á Íslandi er úr norðri þannig að austur-vestur braut er fáránleg hugmynd.

Aron (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 16:28

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Besta að flytja flugvöllinn til Keflavíkur þar sem atvinnuleysið er mest. Byggja í vatsmýrinni. Þétta byggðina í RVK. Þarna eru þrír stærstu vinnustaðir á Íslandi. Sjúkrahús, HR og Hí.

Við þéttingu byggðar þarf að bæta almenningssamgöngur og stuðla að grænum ferðakosti t.d reiðhjóli.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.11.2011 kl. 18:00

8 identicon

Flugvöllurinn þarf að vera nálægt LSH, sem þýðir að hann ætti að vera nákvæmlega þar sem hann er. Þétta byggðina í Rvk??? Þetta hljómar svo mikið einsog týpískt sósíalistahjal VG og Samfylkingarinnar að hálfa væri nóg. Þar sem er ekki horft fram fyrir sitt eigið nef. Það er nóg til af byggðarsvæði á Reykjavíkursvæðinu en Vatnsmýrin, bara af því að eh sósíalistum dettur í hug að gera þetta bara af því bara, einsog borgarstjórnin sem borgarbúar kusu yfir sig. Sleikja puttann og uppí loft....  "hmmm breytum Skúlagötu í Bjarnfreðargötu..  bara svona af því bara. Það kostar milljónir í breytingar á skiltum, símaskrám oflofl..  en gerum það bara"

Einsog áður sagði, höfum við ekki nóg annað að gera við peningana en að bruðla þeim í svona rugl??? Erum við ekki að berjast við komast útúr kreppu?? Sennilega sami hugsunargangurinn og eigendum bankanna sem settu okkur öll á hausinn.

Þetta með flugvöll í borg er þekkt úti í heimi. Það er byggður flugvöllur, svo kemur einhver byggði í kringum hann, smám saman þéttist byggðin í kringum flugvöllinn meira og meira. Svo dettur einhverjum snillingnum í hug sem FLUTTI að flugvellinum. "hey þetta er hávaði og sjónmengum, ég vill hann burtu því það hentar MÉR núna" Ef fólk vill ekki búa nálægt flugvelli á það ekki að flytja þangað, einfalt mál.

Gunnar (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 20:40

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gunnar

Það er aðalega Gísli Marteinn hægri maður í Sjálfstæðisflokknum sem hefur verið ötulasti baráttumaður fyrir betri RVK.

Fórdómarnir þínir fyrir vinstra fólki skín í gegn.

En þau eiga greinilega ekki við rök að stiðjast.

http://www.gislimarteinn.is/?p=616

ég hvet fólk til þess að skoða þennan línk og horfa á myndbrotin.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.11.2011 kl. 21:13

10 identicon

Hvernig ætlar þú að leysa það Sleggjuhverllur ef trölladyngjan fer að gjósa þá verður tæplega ekið suður fyrir straumsvík?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 14:09

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hún er ekki gosdyngja

http://is.wikipedia.org/wiki/Tr%C3%B6lladyngja_(Reykjanesi)

Sleggjan og Hvellurinn, 25.11.2011 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árni Björn Guðjónsson

Höfundur

Árni Björn Guðjónsson
Árni Björn Guðjónsson
Er husganasmiðameistari og listmálari
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband